01/05/2024

Í stúdíó með Hamingjulagið

Salbjörg, Önundur, Ásdís og StebbiNú styttist óðum í Hamingjudaga á Hólmavík og minna en hálfur mánuður til stefnu. Undirbúningur er enda í fullum gangi á fjölmörgum vígstöðvum. Ádís Jónsdóttir sem átti lagið og textann Ég vil dansa sem sigraði Hamingjulagakeppnina í ár fór í vikunni til Flateyrar í stúdíó með söngkonunni Salbjörgu Engilbertsdóttur til að taka lagið upp. Tankurinn á Flateyri er hið veglegasta hljóðver þar sem Önundur Pálsson ræður ríkjum. Einnig var mættur Stefán Jónsson sem er hljóðfæraleikari og bakraddasöngvari lagsins. Nokkrar myndir eru hér meðfylgjandi af ferð þessari.

Tankurinn

Nestispása í Djúpinu

Tankurinn á Flateyri

frettamyndir/2008/580-flat-disk.jpg

Í Tanknum hefur verið innréttað glæsilegt hljóðver

frettamyndir/2008/580-flat-disk2.jpg

Salbjörg, Önundur, Ásdís og Stebbi Jóns

frettamyndir/2008/580-flat-disk4.jpg

Samningar handsalaðir í Tanknum