13/09/2024

Héraðsbókasafnið úr sumarfríi

Héraðsbókasafn Strandamanna vill vekja athygli á því að nú er hefðbundinn vetraropnunartími kominn af stað, en nú er opið alla skóladaga frá 8:40-12:00. Einnig er opið á fimmtudags- kvöldum kl. 20:00-21:00 og er fyrsta opna fimmtudagskvöldið eftir sumarfrí í kvöld. Á bókasafninu stendur nú sem hæst skráningarverkefni þar sem verið er að færa bókakostinn yfir í skráningarkerfið Gegni.