05/10/2024

Ullarsokkar og vettir

Handverkshópurinn Strandakúnst minnir á að handverksbúðin í Upplýsinga- miðstöðinni á Hólmavík verður opin til mánaðarmóta þetta árið á milli kl. 9:00-20:00 alla daga. Þar fæst margvíslegt handverk og gjafavara og nú þegar smalahugur er kominn í bændur og haustið nálgast er rétt að minna á að í handverksbúðinni fást einnig ýmsar ullarvörur, vettlingar, sokkar, húfur og lopapeysur sem eru úrvals klæðnaður fyrir harðsnúna smala. Einnig fást bæði nýbakaðar kleinur og nýhertur harðfiskur í nestið á sama stað.