04/10/2024

Heitur pottur í Krossneslaug

Um síðustu helgi var unnið við að setja upp heitan pott við sundlaugina á Krossnesi. Laugin er mikið notuð af heimafólki og ferðafólki yfir sumarið og þykir sérstök því hún er alveg niður í fjöru rétt við flæðarmálið. Það er ekki amalegt að taka á sprett í lauginni með ólgandi Atlantshafið á aðra hlið og Krossnesfjallið gnæfandi yfir fyrir ofan. Heiti potturinn verður án efa kærkomin viðbót fyrir gesti laugarinnar.

Ljósm. Jón G G.