Categories
Frétt

Háskólastarf á Ströndum

Helgina 10.-11. október munu þrjátíu erlendir nemendur stunda háskólanám á Ströndum. Dvöl þeirra er hluti af námskeiði á vegum Þjóðfræðistofu og Háskóla Íslands um íslenska þjóðfræði. Aðalleiðbeinandi er Kristinn Schram, forstöðumaður Þjóðfræðistofu, en fjöldi gestakennara tekur þátt í námskeiðinu, þar á meðal Magnús Rafnsson fyrir hönd Strandagaldurs, Katla Kjartansdóttir frá Háskóla Íslands og Hafdís Sturlaugsdóttir hjá Náttúrustofu Vestfjarða. Þá mun Sigurður Atlason framkvæmdastjóri Strandagaldurs taka á móti háskólanemunum á Galdrasýningu á Ströndum.


Auk þess að fræðast um þjóðfræði, sagnir og þjóðtrú á Íslandi munu nemarnir fræðast um Rannókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum og kynnast hlunnindabúskap á Ströndum. Sjá meira á http://www.icef.is/