Categories
Frétt

Glæpakvöldi á Héraðsbókasafninu frestað

Rithöfundurinn Viktor A. Ingólfsson er búinn að semja nýja glæpasögu sem hann kallar Sólstjakar, en áður hefur hann samið bækur eins og Flateyjargátuna og Mannaveiðar. Til stóð að Viktor mætti með bókina á bókakvöld hjá Héraðsbókasafni Strandasýslu í kvöld, en af því verður ekki. Atburðurinn frestast nokkra daga vegna óheppilegs veðurútlits, rétt eins og formleg opnun vegarins um Arnkötludal, en Viktor sem er jafnframt ritstjóri Framkvæmdafrétta Vegagerðarinnar hyggst slá tvær flugur í einu höggi og mæta síðar í haust í fjörið.

Sólstjakar eftir Viktor Arnar Ingólfsson