27/04/2024

Hamingjudagar settir í Steinshúsi við Djúp

Hamingjudagar á Hólmavík voru settir við hátíðlega athöfn í Steinshúsi við Djúp á föstudeginum kl. 17. Salbjörg Engilbertsdóttir setti hátíðina, mitt á milli æskustöðvanna á Tirðilmýri á Snæfjallaströnd og Hólmavíkur þar sem hún hefur lengstum búið. Til skemmtunar á opnuninni var ljóðaupplestur sem Gyrðir Elíasson sá um og tónlistaratriði Between Mountain sem unnu músíktilraunir á þesssu ári. Einnig voru afhent menningarverðlaun Strandabyggðar. Þetta var notaleg og skemmtileg stund og óhætt að mæla með kaffinu í Steinshúsi.

Hamingjudagar settir í Steinshúsi – ljósm. Jón Jónsson