04/10/2024

Mikil gleði á Hamingjudögum

Frábært veður setti svip á fyrsta kvöld Hamingjudaga á Hólmavík þar sem íbúar og gestir þeirra söfnuðust saman við minnismerkið um Stefán frá Hvítadal sem stundum er kallaður fyrsti innfæddi Hólmvíkingurinn. Þar var brenna í fjörunni, trúbador að spila og syngja og eldlistakona sýndi listir sínar og gerði ýmsar heldur háskalegar kúnstir fyrir  gesti. Vel var mætt á viðburðinn og veðrið eins og best var á kosið, skemmtileg birta, regnbogar á himni en engin rigning, logn og blíða. Eftir kvöldvökuna var síðan dansleikur á Café Riis þar sem hljómsveitin Króm spilaði og það er aftur ball þar á laugardagskvöldið.

Hamingjudagar – ljósm. Jón Jónsson / strandir.saudfjarsetur.is