13/12/2024

Hafísinn nálgast

Hafís er nú fyrir öllu Norðurlandi, en er ekki enn kominn inn í Húnaflóa eftir því sem næst verður komist. Grímsey er umlukin ís og ísspöng er 2 sjómílur utan við Langanes. Draumspakir Strandamenn höfðu fyrir allnokkru séð hafískomuna fyrir, eins og fram kom í frétt hér á vefnum síðastliðinn þriðjudag. Nú er bara að sjá hvort spáin um að ísinn fylli firði og víkur á Ströndum strax á morgun gengur eftir og eins eru Strandamenn hugsi yfir merkingu á draumi nokkrum þar sem 15 ísbirnir gengu um bæjarhlað í Kollafirði.

Landhelgisgæslan er nú í könnunarflugi og ætla má að fréttir berist frá henni síðar í dag. Hér er tengill inn á hafíssíðu Veðurstofunnar fyrir þá sem vilja frekar skoða hvað vísindin segja um málið, en draumaspakir Strandamenn.

Ljósm. Jón Jónsson