14/09/2024

Auglýst eftir umsóknum um byggðakvóta Strandabyggðar

Fiskistofa hefur nú auglýst  eftir umsóknum um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa fyrir  Strandabyggð (Hólmavík) vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2007-2008. Um úthlutunarreglur í Strandabyggð er vísað til reglugerðar nr. 605, 24. júní 2008, sem nálgast má undir þessum tengli, auk sérstakra viðbótarreglna frá sveitarstjórn Strandabyggðar sem fengið hafa staðfestingu Sjávarútvegsráðuneytis og má nálgast undir þessum tengli. Umsóknum skal skilað til Fiskistofu og er umsóknarfrestur til og með 19. september 2008, sjá nánar www.fiskistofa.is.