Categories
Frétt

Hættumat fyrir Drangsnes kynnt

Gengið hefur verið frá hættumati vegna ofanflóða fyrir Drangsnes og er það unnið af Veðurstofu Íslands á vegum Hættumatsnefndar Kaldrananeshrepps. Fram kemur að hætta vegna annarra flóða en snjóflóða er hverfandi. Aðstæður á Drangsnesi eru ólíkar flestum öðrum stöðum á Vestfjörðum þar sem snjóflóðahætta er, þar sem flóðin falla úr lágum bökkum, en hafa ekki langan aðdraganda. Engin hús eru á hættusvæði C, þar sem áhættan er mest, en nokkur á hættusvæði A og fáein á B. Helst er von á snjóflóðum í aftakaveðrum þegar hætta skapast víða á Norðvesturlandi. Þekkt eru fjögur snjóflóð á Drangsnesi, það stærsta eyðilagði fjárhús og drap kindur árið 1968.