23/04/2024

Djúpavíkurdagar að hefjast

Hinir árlegu Djúpavíkurdagar verða haldnir í Djúpavík í Árneshreppi um helgina. Líkt og endranær verður dagskráin fjölbreytt og meðal annars boðið upp á
sjóferðir, bryggjudorg, krakkaleiki og sjávarréttahlaðborð. Þá spilar
hljómsveitin Hraun og trúbadorinn Svavar Knútur á tónleikum og halda uppi
stuðinu eins og þeim einum er lagið. Þetta kemur fram á vef Djúpavíkur www.djupavik.is og er dagskráin sem hér segir:

Föstudagur 14. ágúst:

Kvöldmatur á hótelinu verður að þessu sinni frá
kl. 18:00-20:00.
Kl. 21:00 mun Margrét B.
Sigurbjörnsdóttir leika nokkur létt lög á altó-saxófón í lýsistanknum.
Öllum er velkomið að spila með og syngja. Að tónleikunum loknum verður kvöldkaffi á hótelinu í boði hússins. Óvæntar uppákomur
gætu orðið og eru áhugasamir beðnir að gefa sig fram við Evu
hótelstýru.

Laugardagur 15. ágúst:

Kl. 11:00 Kerlingar fleyttar í fjörunni framan
við hótelið.
Kl. 13:00 Sjóferð á Djúpfara. Siglt
verður í Kúvíkur, þaðan í Naustvík og til baka í Djúpavík.
Kl. 13:00 Létt
gönguferð um nágrennið.
Kl. 14:00 Verksmiðjuferð með leiðsögn. Verð kr. 500.- fyrir
fullorðna.
Kl. 14:00 Krakkaleikir á flötinni
framan við hótelið. Farið verður í ýmsa skemmtilega leiki og þrautir. Fullorðnir
velkomnir líka.
Kl. 16:00 Sjóferð á Djúpfara.
Farin verður sama leið og fyrr um daginn.
Kl. 16:00 Dorgað á bryggjunni. Allir velkomnir með færi og stangir.
Verðlaun fyrir stærsta fiskinn.
Kl. 18:30-21:00 Fiskréttahlaðborð á Hótel Djúpavík. Verð kr. 3.500.-
fyrir fullorðna. Hljómsveitin Hraun leikur undir
borðum.
Kl. 22:00 Tónleikar. Hljómsveitin Hraun og Svavar Knútur heldur uppi frábærri
stemmningu fram til miðnættis. Aðgangseyrir á tónleika kr. 1.000.-
Kl. 00:00
Samkomunni lýkur á hefðbundinn hátt með aðstoð Svavars Knúts og annara
fjörusöngvara.

Sunnudagur 16. ágúst:

Kl. 14:00
Síðasta kökuhlaðborð sumarsins. Borðin munu svigna undan kræsingum eins og á
fyrri hlaðborðum. Verð kr. 1.500.- fyrir fullorðna.