27/04/2024

Gríðarlegt grillpartý

Eins og fram hefur komið hér á strandir.saudfjarsetur.is var haldin geysimikil samkoma á Hólmavík eftir hreinsunarátakið í gærdag þar sem yfir hundrað manns mættu á svæðið. Fólkið kom sér fyrir á flötina neðan við félagsheimilið með grillkjöt, pylsur, kartöflusalat og fleira matarkyns í farteskinu ásamt stólum til að hvíla lúin bein og borðum til að setja á matföng og kræsingar. Það er óhætt að segja að heilmikil stemmning hafi verið í grillpartýinu og margir hafa haft það á orði að samheldni Hólmvíkinga hafi vaxið og dafnað dável í sólskininu sem var um allar Strandir í gær. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á svæðinu og smellti af nokkrum myndum af ungum sem öldnum sem gerðu sér glaðan dag.

 

Meistari Keli við grillið.

Talsverður fjöldi var á grillsamkomunni.

Fannar Freyr Snorrason hjólaði um og tékkaði á stemmningunni.

Kristjón og Ásdís tóku duglega til matar síns.

Siggi Villa mætti með eigið grill og mat.

Rúna Guðfinns umkringd börnum (að venju).

Oddur Kári og Lilja Björg Ómarsbörn tóku með sér bland í poka, svona til öryggis.

Lára Guðrún Agnarsdóttir, Kristjón Þorkelsson og Aðalheiður Ragnarsdóttir við grillið.

Fólk undi sér vel í skjóli Félagsheimilisins.

Maríus Kárason gæddi sér á eðalkjöti og viðeigandi meðlæti.

Ljósm. – Arnar S. Jónsson