22/12/2024

Grænlandsfálki í Guðmundarsæti

Íslenskur fálkiVorboða hefur orðið vart norður í Árneshreppi en Jóhanna Ósk og fjölskylda hennar í Árnesi sáu fyrsta tjaldinn í fylgd fjórtán annarra, þann 11. mars við Hundsháls í Trékyllisvík, en þar er tvískipta hæðin á milli Árness og Mela. Jóhanna varð einnig var við Grænlandsfálka tveim dögum síðar rétt við Guðmundarsæti í Norðurfirði. Hann var mjög fallegur, hvítur á bringunni og grár á vængjum og bakinu. Það var spakur fugl en hann settist um það bil 5 metra frá henni.

Jóhanna segist ekki vita hvort þetta sé nokkuð merkilegt, en allavega sé vorið á næsta leiti, þó svo að hafísinn fylli alla Trékyllisvík og Norðurfjörð.

Grænlandsfálkar eru af svokölluðu hvítfálkakyni (Falco rusticolus candicans) og eru ekki mjög óalgengir hér á landi, en þeim er oft ruglað saman við ljósa íslenska fálka. Helstu einkenni hvítfálka eru að þeir eru nær alhvítir á haus, hálsi, bringu og kviði auk þess sem hvíti bakliturinn er meira áberandi en sá dökki, öfugt við það sem á við um ljósu íslensku fálkanna.