19/09/2024

Mikið að gera fyrir páskahátíð

NorðurfjörðurÚtibú Kaupfélags Steingrímsfjarðar í Norðurfirði er opið alla virka daga frá kl. 13:00 til 18-00 nema að venjulega er alveg lokað á miðvikudögum. Í dag er þó opið frá kl. 13-00 til 18-00, enda er mikið að gera í versluninni vegna páskahátíðarinnar. Talsvert var að gera í Kaupfélaginu í Norðurfirði í gær og í nógu að snúast við að afgreiða hjá útibústjóranum Margréti Jónsdóttur. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á ferð á Norðurfirði í gær og smellti af mynd í versluninni.

Í Kaupfélaginu í Norðurfirði – ljósm. Jón G G.