14/06/2024

Góugleðin verður 5. mars

Félagsheimilið á HólmavíkGóugleði Hólmvíkinga og nærsveitunga verður haldin laugardaginn 5. mars næstkomandi í félagsheimilinu á Hólmavík. BG og Margrét spila fyrir dansi á gleðinni. Að sögn Bjarka Þórðarsonar sem er í góunefndinni hefur nefndin æft margvísleg skemmtiatriði afar stíft undanfarnar vikur og jafnvel mánuði. Töluverðar breytingar á nefndinni hafi þó sett strik í reikninginn, en alls hafa fimm nefndarmenn heltst úr lestinni á undirbúningstímanum.