30/03/2023

Gott útlit hjá Svaðilfara

Útlitið hjá fyrirtækinu Svaðilfara sem sérhæfir sig í vikulöngum hestaferðum kringum Drangajökul er gott þetta árið, að sögn Þórðar Halldórssonar í Laugarholti. Farnar eru þrjár ferðir sem er einni fleira en venjulega. Eitt pláss er laust í tvær ferðir sumarsins, en ein er fullmönnuð. Fyrsta ferðin er farin 1. júlí. Svaðilfari hefur einkum lagt áherslu á markaðssetningu á þýskumælandi markaði og virðist það vera að skila góðum árangri. Mikil og vel myndskreytt umfjöllun um ferðirnar hefur verið í vetur í vönduðum þýskum ferðablöðum, meðal annars Geo Special.

Vef Svaðilfara (á þýsku) má nálgast hér og þar eru myndir og kort af leiðinni sem farinn er.