02/05/2024

Þorrablót framundan

Strandamenn stefna á fleiri þorrablót á næstu helgum, því að á laugardaginn 11. febrúar verður haldið þorrablót á Borðeyri og væntanlega fjölmenna Hrútfirðingar þangað, ásamt vinum þeirra og nágrönnum. Helgina eftir, laugardaginn 18. febrúar, er síðan stefnt á þorrablót í Sævangi, sveitaþorrann svokallaða. Þar koma jafnan saman íbúar í Bitru, Kollafirði og Tungusveit, auk fjölmargra brottfluttra gesta og íbúa í nágrannasveitum sem eiga tengsl í sveitirnar.