24/07/2024

Golþorskur á Drangsnesi

Ingi Vífill á Fönix sem hefur verið að róa frá Drangnesi fékk einn myndarlegan golþorsk á línu á dögunum, nánar tiltekið þann 23. ágúst síðastliðinn. Viktaði gripurinn óslægður 25 kíló sem hlýtur að teljast býsna gott. Ingi hefur veitt ágætlega og sendir ýsuaflann á markað, en landar þorskinum í fiskvinnsluna Drang á Drangsnesi.

Ingi Vífill með þorskinn – ljósm. Árni Þór Baldursson