22/12/2024

Gífurlega mikilvæg fréttatilkynning frá Bolludagsnefnd

Lára, Salbjörg og EsterForeldrafélag Grunnskólans skipaði nýverið rjómabollurnar Salbjörgu, Ester og Láru Guðrúnu í Bolludagsnefnd, en sú nefnd hefur það hlutverk að sjá um árlega bollusölu fyrir félagið. Bollusalan hefur verið aðalfjáröflun foreldrafélagsins í áraraðir. Næstu daga verður hringt í fyrirtæki og stofnanir að venju, en nú verður einnig sú nýbreytni á að einstaklingum gefst tækifæri á að panta sér gómsætar rjómabollur á 200 kr. stykkið. Pöntunum verður síðan keyrt út á bolludagsmorgun sem mun vera næstkomandi mánudag. Áhugasamir bollukaupendur eru beðnir um að hafa samband við Láru Guðrúnu í síma 690-2011 eða Ester í síma 451-3474 fyrir sunnudaginn 22. febrúar til að panta bollur.