22/12/2024

Gengið á Reykjarneshyrnu

Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is fékk í gær sendar þessar skemmtilegu myndir úr Árneshreppi og af gönguferð á Reykjarneshyrnu sunnudaginn 15. maí. Það var Guðmundur Björgvin Magnússon á Drangsnesi sem sendi myndirnar sem við þiggjum með þökkum eins og aðrar sambærilegar myndasyrpur, þó allur gangur sé á hversu langan tíma tekur hjá okkur að koma þeim á vefinn. Í gönguferðinni á Reykjarneshyrnu sem flestar myndirnar eru frá, kom í ljós að bráðskemmtileg yfirlitsmynd af örnefnum og fjallahringnum sem sést af Reykjarneshyrnunni hefur skemmst í vetrarveðrum og er ónýt því allar merkingar eru farnar af.

Djúpavík

Gjögur

Gengið á Reykjarneshyrnu

Í höfninni á Norðurfirði – ljósm. Guðmundur Björgvin Magnússon