Categories
Frétt

Sýningarferðalag um Vestfirði að vetri hefur gengið vel

Sýningarferðalagið „Bíldudalsstein, Vestfirðir að vetri“ sem Gallerie Dynjandi á Bíldudal stendur fyrir gengur vel að sögn sýningarhaldara. Fyrir helgi lauk sýningu í Ráðhúsinu Reykjavík og á Akureyri var sýningin um um helgina. Því næst verður sýningin sett upp í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði og síðan í Þróunarsetrinu á Hólmavík. „Aðsókn að sýningunni hefur verið góð og hafa sýningagestir látið vel að því sem fyrir augu ber. Segja má að sýningin sé fjölbreytt og spanni vítt svið, ljósmynd, höggmynd, myndir unnar með pastellitum, glerblástur og brons. Sérstaka athygli hafa þrívíddarljósmyndir Hafdísar Húnfjörð vakið“, segir á bildudalur.is. Öll verkin á sýningunni eru til sölu og hafa þegar nokkur verkanna selst, en þau verða afhent að sýningaferðalagi loknu. Sýningarnar eru styrktar af Menningarráði Vestfjarða.