07/02/2023

Nýr bátur á Hólmavík

Nýr bátur hefur bæst í flota Strandamanna og var á siglingu úti fyrir Hólmavík í dag. Hafdís Gunnarsdóttir á Hólmavík smellti þessum myndum af nýjasta bátnum í flotanum. Hamingjusamir eigendur eru þeir Sigurður Árni Vilhjálmsson, Ágúst Vilhjálmsson og Pétur Matthíasson og voru myndirnar teknar í dag þegar lagt var af stað til sjóstangaveiða. Á myndinni er einnig Sigurður Þór Magnússon. Óvenjulegt fjölmenni stóð á Hafnarbrautinni á Hólmavík um hádegisbilið og fylgdist með ferðum bátsins, enda lék þá stórhveli sér allt í kringum bátinn þar sem hann sigldi fram og aftur rétt upp við land.

Ljósm. Hafdís Gunnarsdóttir