05/10/2024

Fyrsta torfæra ársins á laugardag

Fyrsta torfærukeppni ársins verður haldin á Akureyri næsta laugardag og hefst kl. 13:00. Daníel Ingimundarson á Hólmavík sem ekur torfærubílnum Green Thunder er búinn að koma ökutækinu í rétta gírinn fyrir keppnina. Það er hörkukeppni framundan, en það er nýbreytni að nú er keppt í þremur flokkum í torfærunni. Bætt hefur verið við flokki götubíla þannig að nú geta menn keppt á sínum Landróver, Suzuki eða Willys, ef þeir hafa náð sér í viðeigandi tryggingaviðauka.

Vefsíða Bílaklúbbs Akureyrar sem sér um torfæruna um helgina er www.ba.is og vefsíða Daníels torfærukappa er 4×4.it.is.

Ljósm. af vefsíðunni 4×4.it.is.