03/05/2024

Fyrsta bindi teiknimyndaseríunnar Islandia komið út

Fyrsta bindi í þriggja bóka teiknimyndaseríunni Islandia eftir franska höfundinn Marc Védrines kom út  í Frakklandi þann 19. maí s.l. en höfundurinn sækir innblástur í Galdrasýningu á Ströndum. Marc Védrines kom fyrst í heimsókn á Hólmavík fyrir þremur árum og heillaðist svo af viðfangsefni galdraverkefnisins að hann ákvað að næsta myndasería sín skyldi fjalla um galdra á Íslandi. Sem stendur hefur teiknimyndabókin einungis verið gefin út á frönsku en vonir standa til að hún komi út á íslensku fljótlega. Marc teiknar söguna sjálfur og semur hana. Aðalsöguhetjan er franskur piltur á táningsaldri, Jacques að nafni, sem ræður sig um borð í franskt fiskiskip sem heldur til veiða við strendur Íslands á 17. öld.

centerPiltinn langar að grafast fyrir um og skilja dularfullar sýnir sem hafa birst honum frá barnæsku og þarf að horfast í augu við margar hættur og erfiðleika á leiðinni en áhöfn fiskiskipsins er undarleg blanda af allskonar mannskap. Jacques uppgötvar síðan í leit sinni að það er dularfullt samhengi milli drauma hans og íslenskra galdra og hann dregst inn í atburðarás galdraofsókna sem eiga sér stað í landinu á þessum tíma.

Höfundurinn kom aftur á Strandir í fyrrasumar að kynna sér Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði með það í huga að gefa sem raunsannasta mynd af bústöðum almúgafólks á 17. öld en stefnt er að því að teiknimyndaserían verði til sölu í sölubúðum galdrasýninganna innan tíðar. Útgefandi Islandia í Frakklandi er Dargaud sem er stærsta forlag teiknimyndasaga í Frakklandi. Hér að neðan er að finna grein úr franska blaðinu Culture 33 frá því í gær um teiknimyndasöguna fyrir þá sem lesa og skilja frönsku.

1galdrasyning/280-islandia-forsida.jpg
Forsíða og mynd úr bókinni