22/07/2024

Fyrirlestur frá Alnæmissamtökunum

Merki AlnæmissamtakannaSíðastliðinn fimmtudag, þann 31. mars, kom til Hólmavíkur góður gestur frá Alnæmissamtökunum og ræddi við krakkana í unglingadeild Grunnskólans á Hólmavík. Einnig komu unglingarnir frá Drangsnesi hingað og voru með. Gulli fyrirlesari lét vel af stundinni með krökkunum og telja má víst að þau hafi orðið margs vísari um alnæmisvandann, smitleiðir, forvarnir og fleira. Vefsíða samtakanna er á slóðinni www.aids.is ef menn vilja fræðast frekar um þessa hluti.