30/04/2024

Fyrirlestur um siðinn að senda börn í sveit

645-leikval1

Fimmtudagskvöldið 21. október verður haldinn fyrirlestur um siðinn að senda börn í sveit í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Það er Esther Ösp Valdimarsdóttir mannfræðingur og tómstundafulltrúi Strandabyggðar sem ætlar að fjalla um börn í sveit út frá ólíkum sjónarhornum bænda, foreldra og barna. Allir eru velkomnir á þessa sögustund í Sævangi sem hefst kl. 20:30.