29/04/2024

Furðuleikar og opnun Áningarstaðar


Bæjarhátíðin Hamingjudagar á Hólmavík stendur nú sem hæst í blíðskaparveðri og hefur dagskrá verið fjölbreytt og vel heppnuð. Á sunnudeginum stendur Sauðfjársetur á Ströndum fyrir sínum árlegu Furðuleikum að venju og verður mikið um dýrðir. Hefst skemmtunin kl. 13:00 með því að opnuð verður listsýning Aðalheiðar Eysteinsdóttur sem ber nafnið Áningarstaður. Er þar á ferðinni 40. sýningin í verkefninu Réttardagur 50 sýninga röð. Á Furðuleikunum sjálfum verður m.a. keppt í trjónufótbolta, öskri, farsímakasti (og þar er gsm-sími í verðlaun), snæðingi, andlitsbaði og kvennahlaupi, en í síðastnefndu greininni hlaupa Strandamenn með konurnar á bakinu. Kaffihlaðborð stendur frá 13:00-18:00. í Sævangi.