02/05/2024

Húsfyllir á söngvarakeppninni

Mikið fjölmenni sótti fyrri söngvarakeppnina á Café Riis í gærkvöldi þar sem 15 söngvarar öttu kappi. Gríðarleg stemmning er fyrir keppninni á Ströndum en húsfyllir var og skemmtu gestir sér hið besta. Frammistaða allra söngvaranna var glæsileg og menn höfðu á orði að það væri ekki öfundsvert að vera í dómnefndinni. En úrslit urðu að ráðast og eftir dágóða stund þá komst dómnefndin að niðurstöðu um hvaða átta söngvarar komust áfram og munu troða upp á úrslitaköldinu sem verður haldið í Bragganum á Hólmavík laugardaginn 15. október. Meðalaldur söngvaranna sem komust áfram er 39,75 ár sem segir til um mikla reynslu þeirra. Árni Þór Baldursson ljósmyndari strandir.saudfjarsetur.is var á staðnum og fangaði nokkur augnablik.

1
Ásdís Leifsdóttir (47) sveitarstjóri söng lagið Heartache Tonight með hljómsveitinni Eagles og gjörsamlega trylltist á sviðinu og hreif lýðinn með frammistöðu sinni.

bottom
Hlíf Hrólfsdóttir (42) þroskaþjálfi söng lagið Will You Still Love Me Tomorrow og hristi sig og skók í takt við það. Dómnefndin ákvað að elska hana áfram og sendi hana í Braggann.
164
Jón Halldórsson (49) bréfberi söng hið stórgóða lag Viltu koma sem er eftir hann sjálfan og heillaði dómnefndina og aðra upp úr skónum með flutningi sínum.
 
frettamyndir/2005/580-fyrra_karoki_asdisl.jpg
Rúna Stína Ásgrímsdóttir (43) meinatæknir söng lagið Bye Bye Love með Everly Brothers og vakti mikla ánægju og gleði hjá dómnefndinni og gestum, ekki síður fyrir frammistöðuna.
frettamyndir/2005/580-fyrra_karoki_jonh.jpg
Salbjörg Engilbertsdóttir (38) skrifstofumaður söng hið stórfræga lag Fame og sýndi svo stórkostlega söngtakta og sviðsframkomu í flutningnum að menn muna vart annað eins.
frettamyndir/2005/580-fyrra_karoki_sabba.jpg
Sigurður Atlason (44) framkvæmdastjóri söng ástaróðinn Hello sem Lionel Richie sló í gegn með. Sigurður tileinkaði lagið grábröndóttum ketti sem hann týndi fyrir 35 árum og fær að halda áfram leit sinni í Bragganum.
 
frettamyndir/2005/580-fyrra_karoki_siggia.jpg
Sigurrós Þórðardóttir (24) leikskólastjóri söng lagið Ástarsæla með hljómsveitinni Hljómum. Hún náði salnum gjörsamlega á sitt vald og lék við hvern sinn fingur.

frettamyndir/2005/580-fyrra_karoki_stebbij.jpg
Stefán Jónsson (31) verkamaður tróð upp með lagið Mustang Sally með The Commitments. Gestirnir stóðu á öndinni meðan á flutningi hans stóð og dómnefndin skuldbatt hann til að halda áfram í Bragganum.

15 keppendur tóku þátt í undankeppninni og stóðu sig allir með glæsibrag. Á þessari mynd syngur allur hópurinn saman lokalagið YMCA.

Ljósmyndir: Árni Þór Baldursson