02/05/2024

Fundað um Byggðasafnið á Reykjum

Á dögunum var fundur eigenda Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði. Þar hittust fulltrúar eigenda frá sveitarfélögum við Húnaflóa og ræddu um framtíð safnsins, möguleika og tækifæri. Lára Magnúsardóttir hjá fræðasetri Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra kynnti einnig hugmyndir sínar. Byggðasafnið var stofnað árið 1967 og er því komið á fimmtugsaldurinn. Stolt safnsins er hákarlaskipið Ófeigur og þar er m.a. glæsileg sýning um hákarlaveiðar við Húnaflóa. Einnig er þar baðstofa eins og tíðkuðust í bændasamfélagi 19. aldar.

Fundurinn var haldinn að frumkvæði Héraðsnefndar Strandasýslu sem um þessar mundir fer yfir framtíð nefndarinnar og þau verkefni sem heyra undir hana. 

Stjórn Byggðasafnið

frettamyndir/2011/640-byggdasafn1.jpg

Frá fundinum í Byggðasafninu – ljósm. Jón Jónsson