Categories
Frétt

Gota og lifur á Hólmavík í dag

Nú er rétti árstíminn fyrir gotu og lifur og þess háttar ljúfmeti og Hólmvíkingar og nærsveitungar fá gott tækifæri til að ná sér birgðir í dag. Starfsmannafélag Fiskvinnslunnar Drangs á Drangsnesi ætlar að mæta til Hólmavíkur í dag og selja gotu, lifur, saltfisk og hausa. Salan hefst kl. 14:00 í dag, miðvikudaginn 3. mars, og fer fram við sölubúð Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík.