04/05/2024

Fréttatilkynning frá Símanum

Fréttatilkynning 23. febrúar 2006
"Nú geta viðskiptavinir Símans á Hólmavík fengið aðgang að ADSL kerfi Símans. Hægt er að panta uppsetningu á þjónustunni í Þjónustuveri Símans í síma 8007000. Auk ADSL og internettengingar geta íbúar Hólmavíkur fengið aðgang að stafrænni sjónvarpsþjónustu Símans. Með sjónvarpi um ADSL fá viðskiptavinir Símans aðgang að fjórum opnum rásum, Skjá Einum, Skjá Einum +, RÚV og RÚV+. Þjónustumiðstöðin á Ísafirði mun taka við þjónustu við Strandasvæðið eftir lokun verslunar á Sauðárkróki og gert er ráð fyrir því að samið verði við verktaka á Hólmavík um vettvangsþjónustu á Ströndum."

"ADSL væðing Símans er mun lengra á veg komin hér á landi en dæmi eru um á erlendri grundu. Yfir 93% heimila á landinu geta tengst þjónustunni og fengið aðgang að háhraða Internetþjónustu og stafrænu sjónvarpi. Á árinu sem var að líða tengdust 11 nýir byggðakjarnar ADSL þjónustu Símans."

"Í stað hefðbundinnar þráðlausrar dreifingar er sjónvarpsmerkið flutt um símalínur með hjálp ADSL tengingar. Viðskiptavinir geta horft á sjónvarpið samtímis því að vafra á Internetinu. geta keypt aðgengi að enska eða erlendum stöðum frá Skjánum."

Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans