11/10/2024

Félagsvist á sunnudaginn

Foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík hefur ákveðið að standa fyrir félagsvist á sunnudaginn næsta, í félagsheimilinu á Hólmavík. Hefst spilamennskan kl. 20:00 stundvíslega. Allir eru hjartanlega velkomnir, en aðgangseyrir er kr. 500.- fyrir þá sem ekki eru lengur á grunnskólaaldri. Foreldrafélagið stóð þrisvar sinnum fyrir félagsvist síðasta vetur og var spilað á átta borðum þegar fæst var og sextán borðum þegar flestir mættu.