23/04/2024

Félagsvist á Hólmavík á laugardag

Félagsvist verður haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík laugardaginn 12 febrúar og hefst spilamennskan klukkan 15:00. Verð er 500 kr á hvern þátttakanda og mjög góðir vinningar í boði. Allur ágóði rennur til styrktar Rósu Jósepsdóttur bónda í Fjarðarhorni í Bæjarhreppi, sem nú glímir við bráðahvítblæði og er á sjúkrahúsi í Svíþjóð þar sem hún gekkst undir mergskipti.