13/10/2024

Félag Pírata á Ströndum stofnað

645-amst5

 Boðað hefur verið til stofnfundar félags Pírata á Ströndum og verður hann haldinn fimmtudaginn 19. maí klukkan 20-21.30 á Galdrasafninu á Hólmavík, efri hæð. Fundarefni eru stofnun félags Pírata á Ströndum, kynningarmál og framboðsmál og þar með áherslur fyrir komandi kosningar. Fundarboðendur segjast hlakka til að sjá sem flesta Strandamenn og konur sem vilji sjá breytingar á stjórn landsins og í Norðvesturkjördæmi. Félagið hefur þegar stofnað síðu á Facebook og fengið ágæt viðbrögð.