22/12/2024

Fasteignamat á Ströndum hækkar umtalsvert 2012

Fasteignamat hækkar umtalsvert í öllum sveitarfélögum á Ströndum um næstu áramót. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár Íslands sem tilkynnir fasteignaeigendum í júní ár hvert um nýtt fasteignamat sem gildir fyrir næsta ár. Fasteignamat hækkar mest í Árneshreppi eða um 15,9% að jafnaði. Í Bæjarhreppi hækkar matið um 14,8% og í Strandabyggð um 14,6%. Í Kaldrananeshreppi hækkar matið að jafnaði um 10%. Fasteignamat hefur áhrif á fasteignaskatta og gjöld sem munu væntanlega hækka við þessa breytingu, en einnig eykst veðhæfni eignanna.

Fasteignamat hækkar í öllum sveitarfélögum landsins, mest í Helgafellssveit um 35% og minnst í Fjarðabyggð um 0,5%. Meðalhækkun er 6,8% á landsvísu.