Categories
Frétt

Strandahestar á súpufundi

Fyrirtækið Strandahestar verður kynnt á súpufundi á Café Riis á Hólmavík á fimmtudaginn kemur. Það er Victor Örn Victorsson sem kynnir fyrirtækið sem býður upp á langar og stuttar hestaferðir, reiðnámskeið og jafnframt tamningar og slíkt. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Víðidalsá og heimasíðan er www.strandahestar.is. Það eru Þróunarsetrið á Hólmavík og Arnkatla 2008 sem standa fyrir súpufundunum á Café Riis.