23/12/2024

Fádæma góð berjaspretta

Berjaspretta hefur verið fádæma góð þetta sumarið á Ströndum og upp um öll fjöll og firnindi á Ströndum hefur mátt sjá fólk í berjamó síðustu vikurnar. Bæði krækiber og bláber eru með allra mesta og stærsta móti og enn hefur ekki komið frostnótt til að eyðileggja berin. Því má enn um sinn búast við að nóg verði að gera við að tína ber, búa til berjasaft og berjasultu og áfram verður góð von um að fá nýtínd bláber með rjóma bæði í aðalrétt og eftirrétt.