08/11/2024

Enn er snjór á Steingrímsfjarðarheiði

Þótt sumarið sé komið samkvæmt dagatalinu er misjafnt hvernig staðan er í raun og veru. Kalt hefur verið í veðri það sem af er maí og lítil bráðnun verið á heiðum uppi. Það skóf á Steingrímsfjarðarheiðinni í gær og lögreglan á Ísafirði og Hólmavík leituðu á Djúpvegi í nótt að ungu fólki sem hafði ekki skilað sér til Hólmavíkur á tilsettum tíma. Fólkið fannst síðan á Steingrímsfjarðarheiðinni undir morgun þar sem bíllinn sat fastur í skafli og hafðist fólkið þar við og amaði ekkert að. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is tók meðfylgjandi myndir á Steingrímsfjarðarheiði í gærdag.

Skafrenningur

Það skóf yfir veginn á Steingrímsfjarðarheiðinni í gærdag.

Sæluhúsið á Steingrímsfjarðarheiði. Vel má sjá að töluverður snjór er enn á heiðinni. Ekki er enn á dagskrá að opna Tröllatunguheiði, en skoða á undir lok næstu viku hvort hægt sé að hefja mokstur þar. Tunguheiði var opnuð 18. maí í fyrra, en nú er meiri snjór þar en á síðasta ári.

frettamyndir/2007/580-heidin2.jpg

Á næstunni er á dagskrá að koma GSM-sambandi á Steingrímsfjarðarheiði og verður það mikil samgöngubót og eykur öryggi. Búið er að setja upp loftnet, en eftir er að tengja og setja upp sendi. Líklegt er að það verði gert á næstu vikum. Fréttaritara er ekki kunnugt um hversu GSM-samband verður þá á miklum hluta vegarins um heiðina.

Ljósm. Jón Jónsson.