22/12/2024

Eldur í Hótel Ljósalandi í morgun

580-velta1
Eldur kom upp í húsnæði Hótel Ljósalands á Skriðulandi í Saurbæ í Dölum í nótt. Slökkviliðsmenn frá Strandabyggð, Reykhólahreppi og Dalabyggð fóru á staðinn að slökkva eldinn, en útkall barst um sex í morgun. Engin slys urðu á fólki. Þetta kemur fram á ruv.is. Eldurinn kviknaði í gistiaðstöðu fyrir aftan móttökubyggingu hótelsins sem er í gamla verslunarhúsinu. Gistiaðstaðan er mjög illa farinn af eld, reyk og sóti. Þriðjungur hússins er hruninn. Móttökubyggingin er ekki jafn illa skemmd. Verið var að standsetja hluta byggingarinnar og átti að taka hana í notkun í vor. Þar var mikið af verkfærum og talsvert tjón. Um helmingur gistiaðstöðunnar er ónýtur.