23/04/2024

Skjólskógar á súpufundi á Hólmavík

Gómsæt súpa með skemmtilegum og fræðandi kynningum um fyrirtæki og verkefnier orðinn fastur liður í menningar- og mannlífinu á Ströndum í hádeginu á fimmtudögum kl. 12:00-13:00. Á súpufundi á Café Riis á Hólmavík fimmtudaginn 26. nóv. mun Arnlín Óladóttir kynna starfsemi Skjólskóga á Vestfjörðum. Skjólskógar er landshlutabundið skógræktarverkefni sem vinnur með bændum í Vestfjarðakjördæmi hinu forna. Tilgangur verkefnisins er að rækta skóga og skjólbelti, að efla byggð á svæðinu og að stunda rannsóknir og fræðslu um skógartengd málefni. Nú eru ríflega 50 bændur að rækta skóga í samstarfi við Skjólskóga, þar af milli 10 og 20 á Ströndum.