15/04/2024

Ekkert ferðaveður

Býsna slæmt ferðaveður er nú á Ströndum og mjög blint í éljum. Á veginum um Ennisháls milli Bitrufjarðar og Kollafjarðar er nú VSV 25 metrar á sekúndu og þriggja stiga frost. Suðvestan 22 m/s og óveður er á Steingrímsfjarðarheiði og á báðum þessum fjallvegum fer vindur yfir 30 m/s í hviðum. Óveður er einnig á Holtavörðuheiði eða suðvestan 25 m/s.