29/05/2024

Eitt barn á biðlista eftir leikskólaplássi

Á fundi Leikskólanefndar Strandabyggðar á dögunum spannst töluverð umræða um hversu mikil starfsmannaveltan væri í leikskólanum Lækjarbrekku og hvað væri til ráða í þeim efnum. Verið er að auglýsa eftir starfsfólki í tvö störf og einnig þarf að ráða inn afleysingamanneskju. Á fundinum kom einnig fram að eitt barn er á biðlista eins og staðan er í dag. Fyrirhugaðar eru frekari framkvæmdir á leikskólalóðinni og ætlunin er að auka möguleika starfsfólks á að sækja námskeið.