22/12/2024

Eiríkur Valdimarsson les Aðventu

580-gamlarskindur5

Í tilefni aðventunnar mun Eiríkur Valdimarsson lesa bókina Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson tvö kvöld í desember, 8. og 15. des. Viðburðurinn fer fram að Hafnarbraut 2 (Sýslinu) á Hólmavík og er á vegum Leikfélags Hólmavíkur. Allir eru velkomnir, en lesturinn hefst kl. 20 bæði kvöldin. Þessi ljúfa bók hefur eignast marga aðdáendur og því upplagt að safnast saman og eiga góð kvöld saman, með kaffi við snarkandi kamínueld.