13/12/2024

Morgunsólin litar himinn og haf


Ágætur hagyrðingur á Ströndum orti eitt sinn um það ferskeytlu, að hann héldi að það væri hamingja sönn, að hlakka til næsta dags. Þetta eru orð að sönnu og þessa dagana vakna margir Strandamenn hamingjusamir og spenntir, því morgunsólin býður upp á listsýningu á hverjum morgni. Hún litar himinn og haf í góða veðrinu í margvíslegum gulum og rauðum og bláum litum, svo hrein unun er á að líta og viðstaddur vera. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is smellti af nokkrum myndum í morgun áður en sólin kom upp, til að leyfa þeim sem fjarstaddir eru líka að njóta svipmynda af dýrðinni. Listaverkið Seiður við Hólmavíkurhöfn hefur sérstakt aðdráttarafl á myndasmiðinn, sem sjá má.  

Seiður

frettamyndir/2012/645-morguns7.jpg

frettamyndir/2012/645-morguns5.jpg

frettamyndir/2012/645-morguns3.jpg

Morgunsól á Ströndum – ljósm. Jón Jónsson