22/12/2024

Einn sótti um Hamingjudagana

Einn umsækjandi sótti um starf framkvæmdastjóra Hamingjudaga á Hólmavík, sem Menningamálanefnd Hólmavíkurhrepps auglýsti laust á dögunum. Umsækjandinn er Bjarni Ómar Haraldsson og standa samningaviðræður við hann yfir þessa dagana. Bjarni stýrði hátíðinni á síðasta ári, þegar hún var haldin í fyrsta skipti. Hamingjudagarnir verða haldnir í sumar dagana 29. júní – 2. júlí.