22/12/2024

Ein vika í opnun kotbýlisins

Eftir eina viku, laugardaginn 23. júlí opnar loks annar áfangi Galdrasýningar á Ströndum, Kotbýli kuklarans á Klúku í Bjarnarfirði. Bygging kotbýlisins var hafin árið 2001 en unnið hefur verið við sýninguna hægt og bítandi síðan. Undanfarnar vikur hefur verið lagt allt kapp á að sýningin verði að mestu tilbúin þann 23. júlí og stefnir í að svo megi verða,en þó með miklum endaspretti þar sem reyna mun á þol aðstandenda, að sögn Sigurðar Atlasonar framkvæmdastóra Strandagaldurs. Þjónustuhús til bráðabirgða er komið á svæðið en stefnt er að því að koma fyrir endanlegu þjónusturými næsta sumar. Einar K. Guðfinnsson alþingismaður og formaður Ferðamálaráðs mun opna sýninguna formlega og öllum eru velkomið að koma og taka þátt í opnunarathöfninni. „Hvernig hún fer fram er ekki endanlega ákveðið, en það skýrist á næstu dögum", segir Sigurður.