04/10/2024

Dansnámskeið fyrirhuguð í mars

Á vef Grunnskólans á Hólmavík kemur fram að fyrirhugað er dansnámskeið fyrir nemendur í mars hjá hinum virta Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Námskeiðið verður auglýst síðar en framkvæmdin er unnin í samvinnu við Arnar S. Jónsson tómstundafulltrúa Strandabyggðar sem skipuleggur dansnámskeið fyrir fullorðna á sama tíma. Hægt er að kynna sér Dansskóla Jóns Péturs og Köru á vefsíðunni www.dansskoli.is og skoða myndir og upplýsingar á Fésbókarsíðu dansskólans. Heimasíða Grunnskólans er á slóðinni www.strandabyggd.is/grunnskolinn.