22/12/2024

Dagur hinna villtu blóma á Ströndum

Þrenningarfjóla á HólmavíkDagur hinna villtu blóma verður haldinn sunnudaginn 15. júní um land allt og líka á Ströndum. Á Hólmavík verður mæting á Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík kl. 13:00, en leiðsögumenn verða Hafdís Sturlaugsdóttir og Matthías Lýðsson í Húsavík. Gert er ráð fyrir 1-2 tíma gönguferð þar sem áhersla verður lögð á að skoða gróður. Leiðsögnin er ókeypis og allir hvattir til að mæta. Það eru Flóruvinir sem standa fyrir deginum, en hægt er að undirbúa sig með því að skoða vefsíðuna www.floraislands.is.