18/04/2024

Lóuþrælar í söngferð til Reykjavíkur

Karlakórinn Lóuþrælar í Húnaþingi heldur til Reykjavíkur þann 14. nóvember og syngur  í  Seltjarnarnesskirkju kl. 16:00 þann dag. Söngstjóri Lóuþræla  er  Guðmundur St. Sigurðsson og undirleikari Elinborg Sigurgeirsdóttir. Kórinn skipa á þriðja tug félaga úr öllum sveitum héraðsins. Söngdagskráin er blönduð með  íslenskum  og erlendum  sönglögum. Kórinn hefur gefið út 4 geisladiska á starfsferlinum, sá nýjasti er jóladiskur frá árinu 2008. Eru þeir til sölu á tónleikunum, en aðgangseyrir  er   1800 krónur.

Ákveðið er, að Lóuþrælar fari til Vesturheims næsta sumar og syngi m.a. í Winnipeg á íslendingadaginn, sem er fyrsti sunnudagur í ágúst. Mikil tilhlökkun er meðal kórfélaga og er kórinn þegar farinn að æfa fyrir dagskrá þessa, sem verður bæði þjóðleg og og einnig á léttari nótum. Að sögn söngstjóra er enn pláss á söngpöllum fyrir nýja kórfélaga.